Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný slökkvistöð fyrir 730 milljónir króna í Reykjanesbæ
Ný slökkvistöð mun rísa við Flugvelli í Reykjanesbæ.
Miðvikudagur 19. september 2018 kl. 09:37

Ný slökkvistöð fyrir 730 milljónir króna í Reykjanesbæ

Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við ÍSTAK um byggingu nýrrar slökkvistöðvar Brunavarna Suðurnesja í Reykjanesbæ. Framkvæmdin er upp á 730 milljónir króna en gert er ráð fyrir að bygging stöðvarinnar taki 18 mánuði.
 
Staðsetning slökkvistöðvarinnar við Flugvelli, ofan Iðavalla, er talin mjög góð. Stöðin sé miðsvæðis þegar horft er til þjónustusvæðis Brunavarna Suðurnesja sem nær frá Reykjanesbæ, í Sandgerði, Garð og Voga. Þá er stutt í flugstöðina en sjúkraflutningum í tengslum við aukinn ferðamannastraum til landsins fjölgar hratt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024