Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ný skurðstofa í maí 2007?
Þriðjudagur 11. apríl 2006 kl. 10:53

Ný skurðstofa í maí 2007?

Opinn málefnafundur um heilbrigðismál var haldinn á kosningaskrifstofu A-listans þann 10. apríl. Nýskipaður heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir var sérstakur gestur fundarins og var fundurinn afar vel sóttur af íbúum Reykjanesbæjar.

Í tilkynningu frá A-listanum kemur fram að umræður á fundinum voru afar góðar og málefnalegar, en ráðherra taldi líklegt að ný skurðstofa við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) yrði sett í forgang þar sem hönnun væri lokið og líklegt væri að útboð gæti farið fram í lok maí að fengnu samþykki Fjármálaráðuneytisins. Ef þetta gengur eftir, hefjast framkvæmdir í september og ný skurðstofa yrði þá tekin í notkun eftir rúmt ár.

Miklar umræður urðu um stöðu hjúkrunarþjónustu við aldraða í Reykjanesbæ, fram kom í máli ráðherra að þjónusta HSS við aldraða væri til fyrirmyndar, hins vegar væri mikill skortur á hjúkrunarrýmum þar sem margir einstaklingar væru í brýnni þörf. Að mati ráðherrans ætti Reykjanesbær að vera í forgangi vegna hlutfallslegra fárra hjúkrunarrýma og alvarlegrar stöðu í atvinnumálum.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024