Ný skólastefna í Innri-Njarðvík
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær var rætt um skólastefnu nýs skóla sem senn rís í Innri-Njarðvík og var almenn ánægja á meðal bæjarfulltrúa um hugmyndir að svokölluðum opnum skóla. Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri hefur lagt til að skólastefna nýja skólans taki mið af nýjustu hugmyndum um skóla á nýrri öld sem verði „opinn skóli“ þar sem lögð verði áhersla á sveigjanlegt og einstaklingsmiðað nám. Fræðslustjóri leggur til að fræðsluráð kynni sér hugmyndir að opnum skólum, m.a. í Garðabæ og Reykjavík.