Ný skipakví og viðlegukantur til endanlegrar afgreiðslu
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og Reykjaneshöfn hafa lagt fram deiliskipulagstillögu samkvæmt uppdráttum Kanon arkitekta ehf. og VSÓ ráðgjafar ehf. Tillagan felst í nýjum viðlegukanti, nýrri skipakví og landfyllingu, auk nýrrar umferðaraðkomu frá Fitjabraut.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar veitti heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags á fundi þann 1. apríl 2022. Tillagan var auglýst og haldinn var íbúafundur. Fram komu athugasemdir varðandi hávaða frá starfseminni, aðkomu frá Sjávargötu og staðsetningu byggingareits við Sjávargötu. Unnin var hljóðvistarskýrsla, aðkomu breytt og sett fram kvöð um umferð um lóð skipasmíðastöðvar.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.