Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný Ósk KE á snurvoð
Fimmtudagur 27. janúar 2005 kl. 11:42

Ný Ósk KE á snurvoð

„Fyrsti túrinn gekk ágætlega. Við erum svona rétt að venjast skipinu og læra á það, næstu dagar munu fara í það,“ segir Einar Magnússon útgerðarmaður Ósk KE-5 sem kom til Keflavíkur í síðustu viku. Með bátnum fylgja 370 þorskígildistonn.
Nýja Óskin er um 100 tonn að stærð og er einn af hinum svokölluðu Kínabátum. Báturinn sem er þriggja ára gamall hét áður Rúna RE og var gerður út frá Reykjavík.
Að sögn Einars verður báturinn eingöngu á snurvoðaveiðum til að byrja með. „Við látum þessa vertíð líða og sjáum svo til hvort við förum á net,“ segir Einar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024