Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný og endurskoðuð eineltisáætlun í Grindavík
Miðvikudagur 28. september 2011 kl. 11:07

Ný og endurskoðuð eineltisáætlun í Grindavík

Á heimasíðu Grunnskóla Grindavíkur hefur verið sett inn ný og endurskoðuð eineltisáætlun innan skólans. Í skólanum starfar „eineltisteymi" sem sameiginlega leitar leiða þegar eineltismál koma upp. Hlutverk teymisins er að taka til meðferðar mál, sem ekki hefur tekist að leysa á frumstigi hjá umsjónarkennara og deildarstjóra, og skilgreind hafa verið sem eineltismál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Teymið hefur umsjón með vinnu eineltismála innan skólans og veitir kennurum, nemendum og foreldrum leiðsögn. Í eineltisteymi Grunnskóla Grindavíkur eru:

• Skólastjóri / deildarstjórar viðkomandi stigs
• Hjúkrunarfræðingur
• Námsráðgjafi

www.grindavik.is