Ný og betri heimasíða SSS.is
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) opnar nú endurbætt vefsvæði http://www.sss.is/ Nú er mögulegt að fylgjast með starfsemi SSS á auðveldan og aðgengilegan hátt á netinu. Á vefsvæðinu er að finna almennar upplýsingar um sambandið, fundargerðir og fréttir af Suðurnesjum. Þar er einnig að finna upplýsingar og fréttir er varða Atvinnuráðgjöf SSS og Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Atvinnuráðgjöf SSS miðlar upplýsingum og efni er tengist frumkvöðla og nýsköpunarstarfi. Vefsvæði Atvinnuráðgjafar SSS er ætlað að styðja við frumkvöðla og athafnafólk á starfssvæðinu. Á vefsvæði Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja eru almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar, fundargerðir og fréttir tengdar stöðinni og umhverfismálum. Þá er einnig hægt að fylgjast með framvindu framkvæmda við nýja sorpeyðingarstöð, Kölku, sem er að rísa í Helguvík.