NÝ OFNADEILD TEKIN Í NOTKUN
Ofnasmiðja Suðurnesja hefur stofnsett nýja ofnadeild og hafið framleiðslu á RÚNT-YL ofnum að nýju. Fyrirtækið hætti framleiðslu þeirra ofna fyrir tveimur árum þegar framleiðslutækin voru seld austur fyrir fjall. Þar gekk framleiðslan hins vegar ekki og varð fyrirtækið eystra gjaldþrota. Þá varð úr að Ofnasmiðja Suðurnesja tók verksmiðjuna á leigu í þrjá mánuði á síðasta ári til að sinna þörf markaðarins fyrir RÚNT-YL ofnum og gekk sá rekstur með ágætumÁður en Ofnasmiðja Suðurnesja seldi framleiðsludeildina austur höfðu RÚNT-YL ofnar 20% markaðshlutdeild á móti 80% hjá VOR-YL ofnum. Ofnasmiðja Suðurnesja gerði tilboð í þrotabú ofnasmiðjunnar eystra, en því var ekki tekið. Þá varð úr að Ofnasmiðja Suðurnesja stofnaði nýja ofnadeild innan verksmiðju sinnar í Keflavík þar sem nú er hafin framleiðsla á RÚNT-YL ofnum að nýju.Fimm starfsmenn hafa verið ráðnir til framleiðslunnar og unnu þeir allir áður við framleiðslu ofnanna, þegar framleiðsla þeirra var síðast í Keflavík fyrir tveimur árum. Allur tækja- og vélbúnaður er smíðaður á staðnum og er það Jón William Magnússon forstjóri sem hefur haft yfirumsjón með smíði tækjanna með hjálp góðra manna. „Öll tækin hafa verið hönnuð að nýju og er framleiðsludeildin mjög fullkomin“, sagði Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri, í samtali við blaðið.Steinþór sagði það ánægjulegt að fá þessa gömlu starfsmenn til starfa hjá fyrirtækinu að nýju. Ofnasmiðja Suðurnesja hefur verið mjög heppin með starfsfólk og hefur þorri starfsmanna unnið hjá fyrirtækinu í um 15 ár. Það er jákvætt fyrir fyrirtækið að hafa þessa menn, enda búa þeir að mikilli og góðri reynslu en það er undaristaðan fyrir góðum rekstri eins og nú hefur komið í ljós“, sagði Steinþór að endingu.