Ný nuddstofa opnar í Keflavík
Ingibjörg Þorsteinsdóttir opnar nuddstofuna Betri líðan að Sólvallagötu 18 í Keflavík n.k. laugardag. Formlegt opnunarhóf verður kl. 10-16 þann dag. Þá verða ýmis tilboð í gangi, bæði á vörum og þjónustu og allir eru velkomnir. Ingibjörg er sjúkraliði að mennt, með sérþekkingu á ilmkjarnaolíunuddi-Aromatheraphy, reikin-heilun og sérþjálfuð á Trimform Professional T-24. Ingibjörg veitir fólki einnig ráðgjöf um meðferð næringarefna og býður uppá námskeið í andlits- og punktaþrýstinuddi.Á nuddstofunni er Ingibjörg með mikið úrval af Aloe Vera vörum til sölu, bæði fyrir menn og dýr, orkusteina, kristalla, hjúkrunarvörur fyrir fullorðna, vídeóspólur og DVD. Verslunin er opin frá kl. 13-17 alla virka daga og til klukkan 22 á fimmtudögum. Nuddstofan verður opin frá kl. 8 og fram á kvöld alla daga eftir tímapöntunum í síma 421-7010 og 861-2089.