Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ný norður-suður flugbraut hefur talsverð áhrif
    Nýja norður-suður flugbrautin eins og hún er sýnd í nýju masterplani Keflavíkurflugvallar.
  • Ný norður-suður flugbraut hefur talsverð áhrif
Föstudagur 13. nóvember 2015 kl. 11:26

Ný norður-suður flugbraut hefur talsverð áhrif

– á skipulagt athafna-, verslunar- og þjónustusvæði

Bæjarstjórn Sandgerðis hefur staðfest samhljóða umsögn bæjarráðs Sandgerðis og húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar um drög að Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030.

Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð Sandgerðis bókaði á 483. fundi ráðsins eftirfarandi:

„Ljóst er að verði aðalskipulag Keflavíkurflugvallar með þeim hætti sem kynnt er í drögunum mun það hafa talsverð áhrif á aðalskipulag Sandgerðisbæjar, þó fyrst og fremst ný NS [norður-suður] flugbraut sem kemur vestan við núverandi NS flugbraut. Hindrunarfletir þeirrar flugbrautar munu hafa talsverð áhrif á skipulagt athafna-, verslunar- og þjónustusvæði sem gengið hefur undir vinnuheitinu Ásbrú norður, ásamt hugsanlegum takmörkunum á uppbyggingarmöguleikum Rockville svæðisins.

Ráðið gerir þó ekki athugasemdir við þau drög að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar sem lögð eru fram, enda ljóst um nokkurt skeið að ný NS braut þurfi að koma inn í skipulag flugvallarins þegar horft er til langrar framtíðar. Ráðið leggur jafnframt áherslu á að áfram verði unnið í góðu samstarfi milli skipulagsyfirvalda á Keflavíkurflugvelli og Sandgerðisbæjar um þróun svæðisins“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024