Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný námsleið Icelandair og Keilis fyrir verðandi flugmenn
Mánudagur 25. september 2017 kl. 13:28

Ný námsleið Icelandair og Keilis fyrir verðandi flugmenn

Icelandair hefur ákveðið að setja af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja sér hæft starfsfólk til framtíðar. Icelandair mun aðstoða við fjármögnun námsins, auk þess sem samþykktir nemendur munu njóta forgangs til starfa hjá þeim að námi loknu.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keili.
 
Námið verður öllum opið og þess er ekki krafist að umsækendur hafi þegar hafið flugnám. Gert er ráð fyrir að fyrstu nemendur geti hafið nám strax í vetur og gætu hafið störf sem flugmenn árið 2019. Þeir sem þegar eru í flugnámi geta einnig sótt um og tekið þátt í þessu verkefni án þess að röskun verði á námi þeirra.
 
„Þessi leið við nám og þjálfun nýrra flugmanna er þekkt meðal alþjóðlegra flugfélaga og við viljum fara þessa leið til þess að tryggja áframhaldandi vaxtarmöguleika Icelandair“, segir Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.

„Hér er um að ræða nýja leið að flugmannsstarfi, viðbótarleið við þær leiðir sem fyrir eru og hafa gefist vel, sem miðar að því stækka þann hóp sem vill leggja flugið fyrir sig“, segir Hilmar í tilkynningunni. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024