Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný meðferð hjá Bláa lóninu fékk hvatningarverðlaun
Miðvikudagur 22. desember 2010 kl. 08:56

Ný meðferð hjá Bláa lóninu fékk hvatningarverðlaun

Bláa lónið fékk hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu síðastliðinn mánudag og afhenti Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra verðlaunin. Verðlaunin eru að upphæð einni milljón króna og eru þau veitt fyrir áhugaverða heilsuferðapakka sem ætlaðir eru erlendum ferðamönnum. Bláa lónið er í samvinnu við Icelandair, Kynnisferðir og Hreyfingu en verkefnið heitir Blue Lagoon Psoriasis meðferð – ný intensive meðferð. Einnig fékk Hreyfistjórn ehf í samvinnu við Breiðu bökin ehf., Fjallamenn ehf. og Icelandair Hótel Hamar, sömu verðlaun fyrir verkefnið „Why not treat your backpain in spectacular surroundings.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auglýst var eftir umsóknum fyrir verðlaunin og bárust 23 tillögur frá 20 aðilum. Eftir vandlega yfirferð varð niðurstaða dómnefndar einróma um að mæla með þessum tveimur verkefnum en sett voru sjö skilyrði sem verðlaunahafarnir þurftu að uppfylla. Fram kom hjá dómnefnd að margar af þessum tillögum lýsa hugmyndaauðgi og ákveðinni nýsköpun en þyrftu í allnokkrum tilfellum betri útfærslu og meiri ígrundum.

Í dag afhenti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tvenn hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu. Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og eru þau veitt fyrir áhugaverða heilsuferðapakka sem ætlaðir eru erlendum ferðamönnum.

Dómnefndin sagði verkefni Bláa vera vel skilgreint þó svo að verkefnið sé ekki nýtt af nálinni nema að hluta til þá fær verkefnið eina hæstu einkun skv. matsþáttum. „Það hefur sýnt sig í áranna rás að psoriasis meðferð í Bláa Lóninu skilar verulegum árangri og er enn í stöðugri þróun og byggir auk þess á rannsóknum og reynslu fjölda einstaklinga. Hin nýja „intensive-meðferð“ miðar að því að stytta hefðbundna psoriasis meðferð um helming, eða í 1-2 vikur, en ná þó sama árangri. Er þetta í samræmi við óskir gesta erlendis frá sem sótt hafa hefðbundna meðferð. Nálgun meðferðarinnar er heildstæð og felur m.a. í sér ráðgjöf um mataræði, hreyfingu og boð um kynnisferðir. Verkefnið er sett fram sem hágæðaferð þar sem viðskiptavinir upplifi margt af því besta sem heilsulandið Ísland hefur upp á að bjóða.“