Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ný líkamsrækt opnar í Garði
    Úr nýju líkamsræktaraðstöðunni í Garði.
  • Ný líkamsrækt opnar í Garði
Þriðjudagur 27. janúar 2015 kl. 13:36

Ný líkamsrækt opnar í Garði

– byggð fyrir eigið fé og án allrar lántöku

Ný líkamsræktaraðstaða hefur verið tekin formlega í notkunn í Íþróttamiðstöðinni í Garði. Líkamsræktin er í nýrri viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina. Byggingaverktaki var Bragi Guðmundsson byggingaverktaki í Garði. Byggingakostnaður er áætlaður um 130 milljónir og þá voru keypt ný líkamsræktartæki í húsið fyrir 36 milljónir króna en nýja líkamsræktin er mjög vel tækjum búin. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segist í samtali við Víkrufréttir vonast til að sem flestir íbúar í Garði nýti sér aðstöðuna.

Pétur Bragason og hans samstarfsfólk hjá Verkmætti í Garði hönnuðu bygginguna. Verkið var boðið út fyrri hluta árs 2013, eftir útboð og samninga við verktaka var gerður verksamningur við Braga Guðmundsson verktaka í Garði. Verksamningurinn var undirritaður þann 4. október 2013, þegar myndarleg fyrirtækjasýning stóð yfir í Íþróttamiðstöðinni, en þá voru liðin 20 ár frá því Íþróttamiðstöðin var tekin í notkun. Framkvæmdir við viðbygginguna hófust í apríl 2014. Fest voru kaup á TechnoGym líkamsræktartækjum af nýjustu og fullkomnustu gerð, söluaðilinn er Ergoline.

Framkvæmdakostnaður samkvæmt verksamningi er áætlaður um 130 milljónir króna, kaupvirði líkamsræktartækjanna er um 36 milljónir króna Sveitarfélagið Garður fjármagnar kostnaðinn við verkefnið alfarið með eigin fé og án lántöku.

Við opnun líkamsræktaraðstöðunnar sl. föstudag voru mættir þeir aðilar sem komu að framkvæmdum og tóku á einhvern hátt þátt í verkefninu. Bæjarstjórnarfólk, aðal verktaki og hönnuður byggingarinnar vígðu aðstöðuna með því að hjóla á spinning hjólum undir stjórn söluaðila líkamsræktartækjanna.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024