Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ný keppnislýsing í Ljónagryfjuna
    Gunnar Þorvarðarson kveikti á keppnislýsingunni í Ljónagrygjunni. VF-myndir: hilmarbragi
  • Ný keppnislýsing í Ljónagryfjuna
    Mun bjartara er í salnum með nýju ljósunum.
Mánudagur 10. október 2016 kl. 10:28

Ný keppnislýsing í Ljónagryfjuna

Ný keppnislýsing hefur verið sett upp í Ljónagryfjunni í íþróttahúsi Njarðvíkur. Það kom í hlut Gunnars Þorvarðarsonar að kveikja á lýsingunni fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfuknattleik á föstudag. Gunnar hefur starfað í íþróttahúsi Njarðvíkur um langa hríð. Yfirleitt hefur Gunnar þurft að slökkva ljósin þegar hann fer. Það var því nokkuð sérstök tilfinning að síðasta verkið væri að kveikja ljósin áður en hann færi.

Nýja keppnislýsingin eru LED-ljós sem koma í stað fluor-ljósa. Mun bjartara er í Ljónagryfjunni með nýju ljósunum og á sama tíma mun Reykjanesbær spara umtalsverða fjármuni í orkukaupum, enda nota LED-ljós mun minni orku en eldri lýsing.

Fyrr sama daga var ný lýsing tekin í notkun í Reykjaneshöllinni. Þar gera menn ráð fyrir orkusparnaði upp á 2,5 milljónir króna á ári með nýjum ljósum og að breytingin borgi sig upp á um fjórum árum. Þá er gert ráð fyrir að ljósin endist í 20 ár en líftími LED-ljósa er mun meiri en á eldri tækni.



Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ þakkaði Gunnari störf fyrir bæjarfélagið og afhenti honum rósir eftir að Gunnar hafði kveikt á nýju lýsingunni í Ljónagrygjunni.



Heimamenn í Njarðvík sáu leikinn gegn Keflavík á föstudagskvöld í alveg nýju ljósi!

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024