Atnorth
Atnorth

Fréttir

Ný inn á Alþingi?
Silja Dögg greiðir atkvæði í kjördeild sinni í Akurskóla í morgun. VF-mynd: Páll Ketilsson
Laugardagur 27. apríl 2013 kl. 13:32

Ný inn á Alþingi?

Miðað við skoðanakannanir þá er fylgi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á þeim nótunum að þau Silja Dögg Gunnarsdóttir í Reykjanesbæ og Páll Jóhann Pálsson úr Grindavík eru bæði á leiðinni inn á Alþingi en Silja skipar 2. sæti listans og Páll Jóhann það þriðja. Það er hins vegar dómur kjósenda í dag sem ræður úrslitum um hverjir taka sæti á þingi. Sú niðurstaða fæst ekki í könnunum.

Þau voru bæði snemma á ferðinni á kjörstað í morgun. Páll Jóhann kaus í Grunnskóla Grindavíkur strax við opnun kjörstaðar þar kl. 09 í morgun. Silja Dögg kaus hins vegar í Akurskóla kl. rúmlega 10 í morgun.

Eins og aðrir frambjóðendur í efstu sætum verða þau á ferðinni í allan dag á milli kosningaskrifstofa flokksins í kjördæminu.



Páll Jóhann Pálsson greiðir atkvæði í Grindavík snemma í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
 

Bílakjarninn
Bílakjarninn