Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný hitaveita og raforka frá nýrri sorpbrennslustöð?
Föstudagur 16. febrúar 2024 kl. 06:05

Ný hitaveita og raforka frá nýrri sorpbrennslustöð?

Ný sorpbrennslustöð fyrir allt landið sem staðsett yrði á Suðurnesjum gæti einnig nýst til að framleiða raforku og heitt vatn. Staðsetning í Helguvík hefur verið í umræðunni. Forsætisráðherra staðfesti þetta í viðtali við Víkurfréttir þegar hún var spurð um fleiri möguleika á nýrri hitaveitu vegna afleiðinga eldgosa við Grindavík.

„Það hafa verið uppi hugmyndir hér um sorpbrennslustöð og mögulega nýtingu hennar en það er eitthvað sem á eftir að skoða til fulls. Það eru dæmi um vel heppnuð slík verkefni t.d. á Norðurlöndum. Ég heyri það að sveitarstjórnarfólk og þau sem eru hér í hringiðunni eru að velta fyrir sér þessum ólíku leiðum. Við erum sammála um að dreifstýrðari leiðir dreifa áhættunni.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Forsætisráðherra nefndi einnig fleiri möguleika í hitaveitugerð. „Við erum þegar lögð af stað með að fara í boranir til að kanna lághitasvæði á Njarðvíkurheiði. Þannig að það er verið að skoða ýmsa möguleika,“ sagði Katrín Jakobsdóttir þegar hún heimsótti Suðurnesin í upphafi vikunnar.