Ný heimasíða Menningarsetursins að Útskálum
Nýlega var opnuð heimasíða Menningarsetursins að Útskálum. Þar er m.a. rakin saga þess og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu, en í setrinu verður sögu og menningarhlutverki prestsetranna á Íslandi í gegnum aldirnar gerð skil. Þar verður einnig aðstaða fyrir fræðimenn sem eru í rannsóknartengdu framhaldsnámi og aðstöðu fyrir ráðstefnu-og námskeiðahald sem verður snar þáttur í starfsemi Menningasetursins.
Auk sóknarnefndar kemur Sveitarfélagið Garður að uppbyggingunni ásamt Sparisjóðnum í Keflavík.
Smellið hér til að sjá heimasíðuna