Ný heimasíða hjá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum
„Þetta er nú með því skemmtilegra sem ég hef gert að vinna með eldri borgurum enda er ég kominn í þann hóp,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum en ný heimasíða félagsins sem hefur verið í vinnslu er komin á veraldarvefinn.
Kristján er kunnur fyrrverandi verkalýðsforingi og var formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í nærri þrjá áratugi. Hann var ekki fyrr hættur þar þegar formennska í Félagi eldri borgara kom upp í hendurnar á honum, eitthvað sem hann gat ekki neitað að reyna við.
„Ný síða á að þjóna félögum á margvíslegan hátt. Gamla fólkið er líka á netinu og á síðunni verðum við með gagnlegar upplýsingar og fréttir úr starfinu,“ segir Kristján.
Vefslóð nýju heimasíðunnar er www.febs.is