Ný heimasíða Garðs formlega opnuð
Sveitarfélagið Garður opnaði formlega nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið í morgun, www.sv-gardur.is. Heimasíðan er unnin af hugbúnaðarfyrirtækinu daCoda í Reykjanesbæ og hefur vinnan við síðuna staðið yfir undanfarna mánuði. Vefurinn er mjög yfirgripsmikill og þjónusta við íbúanna hefur verið stóraukin.
Meðal nýjunga má nefna ýmsar rafrænar umsóknir og til útprentunar fyrir leikskóla, byggingalóðir og margt fl. Allt aðgegni að upplýsingum um sveitarfélagið hefur verið bætt og leit gerð einfaldari. Þannig má einfaldlega leita í fundargerðum bæjarráðs, bæjarstjórnar og nefnda bæjarins. Þessa dagana er verið að vinna í því að koma inn eldri fundargerðum og ætti þeirri vinnu að vera lokið innan skamms.
Vefsíðan bíður uppá margar afþreyingar eins og stórbætt myndasíða um fugla, gróðurfar og spendýr á Garðskaga, auk mannlífsmynda og myndbanda. Ferðaþjónustu í Garði eru gerð góð skil og er hægt að lesa um allt sem í boði er.
Sjón er sögu ríkari og er fólk hvatt til að skoða vefinn www.sv-gardur.is .
Myndatexti: Sigurður Jónsson, bæjarstjóri, Jónas Franz, markaðsstjóri daCoda og Ingimundur Guðnason við opnunina.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Meðal nýjunga má nefna ýmsar rafrænar umsóknir og til útprentunar fyrir leikskóla, byggingalóðir og margt fl. Allt aðgegni að upplýsingum um sveitarfélagið hefur verið bætt og leit gerð einfaldari. Þannig má einfaldlega leita í fundargerðum bæjarráðs, bæjarstjórnar og nefnda bæjarins. Þessa dagana er verið að vinna í því að koma inn eldri fundargerðum og ætti þeirri vinnu að vera lokið innan skamms.
Vefsíðan bíður uppá margar afþreyingar eins og stórbætt myndasíða um fugla, gróðurfar og spendýr á Garðskaga, auk mannlífsmynda og myndbanda. Ferðaþjónustu í Garði eru gerð góð skil og er hægt að lesa um allt sem í boði er.
Sjón er sögu ríkari og er fólk hvatt til að skoða vefinn www.sv-gardur.is .
Myndatexti: Sigurður Jónsson, bæjarstjóri, Jónas Franz, markaðsstjóri daCoda og Ingimundur Guðnason við opnunina.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson