Ný heimasíða fyrir Reykjanes-www.reykjanes.is
Nú er verið að vinna að gerð heimasíðu fyrir Reykjanesbæ en mun verða ein að kynningarleiðum Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar.„Hlutverk heimasíðunnar er að kynna Reykjanes í heild sinna gagnvart ferðamönnum og fjárfestum en verkefnið er mjög stutt á veg komið. Við teljum að samstarf við sterka aðila í ferðaþjónustu yrði vænlegur kostur fyrir alla aðila“, segir Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri MOA. Starfsmenn MOA munu leggja áherslu á að halda síðunni lifandi og koma henni á framfæri gagnvart markhópum. Samstarfsaðilar hafa ekki verið valdir en ýmsir möguleikar koma til greina, að sögn Ólafs .