Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 2. ágúst 2001 kl. 13:45

Ný fraktmiðstöð Flugleiða gjörbreytir aðstöðu til vöruflutninga með flugi

Í dag opna Flugleiðir nýja Fraktmiðstöð á Keflavíkurflugvelli.
Fraktmiðstöðin er 5000 fermetra bygging á þjónustusvæði
Keflavíkurflugvallar, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fraktmiðstöðin
bætir úr brýnni þörf og mun gjörbreyta allri aðstöðu til vöruflutninga með
flugi.Gríðarleg umskipti hafa orðið í fraktflutningum Flugleiða á síðasta áratug.
Árið 1990 fluttu Flugleiðir tæplega 11.500 tonn af frakt með vélum
félagsins. Árið 1995 var magnið komið í 14.560 tonn, en á síðasta ári
fluttu Flugleiðir-Frakt 33.650 tonn af vörum. Það er þrefalt meira magn en
fyrir tíu árum og ríflega tvöfalt meira en fyrir fimm árum.

Spár gera ráð fyrir að enn verði mikil aukning á fraktflutningum Íslendinga
með flugi á næstu árum. Jafnframt aukast stöðugt kröfur viðskiptavina um
nýja og fullkomnari þjónustu í tengslum við vöruflutninga.

Við hönnum og byggingu hússins var því lögð áhersla á hagkvæmni, hraða og
gæði sem ekki hafa þekkst fyrr í flugfrakt á Íslandi. Öll þjónusta er undir
einu þaki ? vöruafgreiðsla, skrifstofur, tollafgreiðsla,
fraktmiðlunarskrifstofur og fleira.

Fraktmiðstöðin er 3500 fermetra vöruhús ásamt 1500 fermetra
skristofuhúsnæði. Reiknað er með að á fyrsta ári verði flutningur í gegnum
húsið um 30 þúsund tonn, en gert er ráð fyrir að húsið geti annað allt að
45 þúsund tonnum. Þá er gert ráð fyrir stækkun um 4400 fermetra, með
viðbyggingu sem reisa má með skömmum fyrirvara.

Í húsinu verða Flugleiðir-Frakt með almenna flutningsþjónustu og verður
boðið upp á alla þjónustu fyrir inn og útflytjendur nánast hvenær sem er
sólarhringsins. Þar verður einnig tollafgreiðsla og fullkomin aðstaða fyrir
afgreiðslu og meðhöndlun matvöru. Fiskistofa verður með landamærastöð í
húsinu og þar er útleigurými fyrir flutningsmiðlara og aðra í frakttengdum
rekstri.

Kostnaður við byggingu Fraktmiðstöðvarinnar var 456 milljónir króna og
annaðist verktakafyrirtækið Höjgaard og Schultz á Íslandi framkvæmdir,
eftir útboð. Í byggingunni er einnig fullkomið færibandakerfi og kælar frá
þýska framleiðandanum Schenk.

Við opnunarathöfnina kl.15.30 í dag kynna þeir Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Flugþjónustunnar á
Keflavíkurvelli og Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri Flugleiða-Fraktar
bygginguna og starfsemina fyrir gestum.

Dótturfyrirtæki Flugleiða, Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli, mun annast
rekstur hússins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024