Ný fræðsluskilti við Húshólma
-talin með elstu mannvistarleifum á landinu
Reykjanes Geopark vinnur nú að því að setja upp fræðsluskilti við Húshólma í Ögmundarhrauni en þar er að finna einar elstu mannvistarleifar á Íslandi.
Hér má sjá Kristinn Magnússon verkefnastjóra hjá Minjastofnun Íslands í tóftum húss sem þar stóð áður en Ögmundarhraun rann árið 1151. Engin veit í rauninni hversu stór byggðin var og hve mikið af henni fór undir hraunið.
Rústirnar eru friðlýstar en litlar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim, þó eru vísbendingar um að þorpið geti verið með elstu mannvistarleifum á landinu.
Gert er ráð fyrir að skiltin verði sett upp í ágúst.