Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ný forysta Bjartrar framtíðar kjörin í Reykjanesbæ
    Óttarr Proppé var sjálfkjörinn formaður Bjartrar framtíðar á fundi í Reykjanesbæ.
  • Ný forysta Bjartrar framtíðar kjörin í Reykjanesbæ
    Guðmundur Steingrímsson fráfarandi formaður.
Mánudagur 7. september 2015 kl. 09:45

Ný forysta Bjartrar framtíðar kjörin í Reykjanesbæ

Ný forysta var kjörin á ársfundi Bjartrar framtíðar sem lauk í Reykjanesbæ á laugardag. Óttarr Proppé var sjálfkjörinn formaður. Brynhildur S. Björnsdóttir, varaþingkona og gjaldkeri flokksins hlaut kjör stjórnarformanns en hún hlaut 61% greiddra atkvæða. Alls tóku 122 þátt í kosningunni.

Í framboði auk Brynhildar voru Guðlaug Kristjánsdóttir, Matthías Freyr Matthíasson og Preben Pétursson. Einnig var tilkynnt að Brynhildur Pétursdóttir tekur við sem þingflokksformaður. Að auki var kosið um 40 einstaklinga í 80 manna stjórn Bjartrar framtíðar, en kosið er til tveggja ára í senn.

Mentaðarfull stefna í heilbrigðis- og umhverfismálum var kynnt af málefnahópum og samþykkt á fundinum eftir líflegar og góðar umræður, segir í tilkynningu til fjölmiðla að loknum fundinum. Að auki var samþykkt lagabreytingatillaga sem lýtur að skipulagi flokksins, um formennsku í framkvæmdastjórn.

Stjórnarformaður mun héðan í frá stjórna framkvæmdastjórnarfundum. Tillaga um að stofnuð verður laganefnd um endurskoðun laga flokksins var samþykkt, sem og tillaga um að stofna ungliðahreyfingu Bjartrar framtíðar. Auk þess voru tvær ályktanir samþykktar, annarsvegar um breytingar á stjórnarskrá og hinsvegar um að Ísland taki á móti fleira flóttafólki.

Fundinn sóttu um 60 manns. En fundinum var varpað beint á netinu og rafrænar kosningar um helstu málefni.

Framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar er Suðurnesjakonan Valgerður Björk Pálsdóttir.













VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024