Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný flugmódelbraut vígð á Ljósanótt
Mánudagur 4. september 2006 kl. 13:41

Ný flugmódelbraut vígð á Ljósanótt

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, klipptu á borða nýju flugmódelbrautarinnar við Seltjörn á Ljósanótt. Flugmódelvöllurinn við Seltjörn er eini völlurinn á Íslandi sem er nægilega stór og uppfyllir allar þær kröfur til þess að geta haldið heimsmeistarakeppni í flugmódelflugi.

Fjölmenni var viðstatt opnunina en brautin er hin glæsilegasta og staðsett skammt ofan við Seltjörn þar sem starfsmannafélag ÍAV hafði áður aðstöðu. Flugmódelfélag Suðurnesja hefur síðustu áratugina haft aðstöðu í Grófinni í Keflavík en þurfti að víkja þaðan vegna breytinga sem gera þurfti á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.


Flugmódelstjórar sýndu listir sínar við opnunina og að lokinni athöfn gæddu gestir sér á kökum í tilefni dagsins.

 

Í völlinn fóru 2200 m2 af malbiki, 3300 m2 af grasi og fer vaxandi, 3000 m3 af uppfyllingu, 116x10 m flugbraut (07/25) sem heldur áfram í 115 m grasbraut og 104x10 m (18/36) flugbraut en samhliða henni liggur einnig grasbraut.


Nú þegar hefur meðlimum í Flugmódelfélagi Suðurnesja fjölgað töluvert með tilkomu brautarinnar og ljóst að þessi nýja braut er sannkölluð vítamínssprauta í flugmódelflugið.

[email protected]

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024