Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 20. desember 2000 kl. 09:51

Ný-fiskur kaupir línuskipið Hrafnseyri

Fiskvinnslufyrirtækið Ný-fiskur í Sandgerði hefur keypt línuskipið Hrafnseyri GK af Þorbirni-Fiskanesi hf. í Grindavík.
Karl Antonsson hjá Ný-fiski segir í samtali við InterSeafood.com að fyrirtækinu hafi verið nauðugur einn kostur að fara í útgerð, þar sem framboð í fiskmörkuðum hafi dregist svo mikið saman að ekki sé hægt að halda uppi fullri vinnslu í frystihúsinu.
Skipið er keypt með línubeitningarvél og fyrirhugað er að það stundi línuveiðar en einnig verður möguleiki á togveiðum. Engar veiðiheimildir fylgja skipinu og verður kvóti leigður á það á Kvótaþingi fyrst til að byrja með. Skipstjóri á Hrafnseyri GK verður Ingi Rúnar Ellertsson. Um 60 manns vinna hjá Ný-fiski.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024