Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný deild fyrir þroskahamlaða við Njarðvíkurskóla
Laugardagur 22. febrúar 2003 kl. 14:59

Ný deild fyrir þroskahamlaða við Njarðvíkurskóla

Ný sérdeild fyrir þroskahamlaða hefur verið starfrækt við Njarðvíkurskóla frá áramótum. Deildin er þó ætluð einstaklingum úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar, en heyrir undir stjórn Njarðvíkurskóla. Í dag stunda fimm ungmenni úr Reykjanesbæ nám við deildina. Sérdeildin hefur fengið inni í nýju húsnæði gæsluvallar við Brekkustíg í Njarðvík og kallast Öspin.Gyða M. Arnmundsdóttir veitir deildinni forstöðu og er eini kennarinn en hefur sér til aðstoðar þrjá stuðningsfulltrúa. Deildin var með opið hús fyrir helgina þar sem starfsemin var kynnt. Fjölmargir komu í heimsókn, skoðuðu aðstöðuna og það sem nemendur eru að vinna að, auk þess að njóta veitinga sem nemendur bökuðu.

Meðfylgjandi mynd var tekin af einum nemandanum sem lagði stund á myndmennt þegar ljósmyndari Víkurfrétta var á svæðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024