Ný bók um Reykjanes
Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur gefið út veglega bók um Reykjanes þar sem finna má fjölda ljósmynda af einstökum Reykjanesskaganum og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið.
Í bókinni er tvinnað saman náttúru og landslagi, menningu og fólki sem og nýsköpun og atvinnu til að gefa nokkra mynd af þessu samfélagi suður með sjó. Landslagið er eldbrunnið og hrjóstrugt við fyrstu sýn og hefur því verið líkt við tunglið, gott ef æfingar fyrir tunglgönguna hafi ekki farið fram þar, en þegar betur er að gáð birtist ægifegurð skagans sem er einstök í hrikaleik sínum.
Um er að ræða metnaðarfullt bókverk sem allir ættu að hafa gaman af því að eiga. Þá er bókin tilvalin til gjafa fyrir fyrirtæki og stofnanir á Reykjanesi og víðar, frekari upplýsingar um magnkaup: [email protected].
Almenn sala hefst á næstunni á vefsíðu Reykjanes Geopark á reykjanesgeopark.is og almennum sölustöðum.