Ný bók um alla helstu náttúruvá
Nú liggur fyrir bók eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðvísindamann, rihöfund og fyrrum þingmann, um náttúruvá á Íslandi, ógnir, varnir og viðbrögð. Hún er 190 síður í broti 14x20,5 cm og með fjölda mynda.
Bókin fjallar um vá af völdum jarðskjálfta, alls konar eldvirkni, alls konar ofanflóða, sjávarflóða, vatnavaxta, jökulhlaupa, gróðurelda og um vá af völdum veðurlags. Einnig um hættumat, áhættumat, vöktun og skipulagsmál, almannavarnir og neyðarhjálp. Ensk útgáfa er væntanleg í vetrarbyrjun. Fróðleg og tímabær bók, meðal annars handa almenningi, námsfólki, viðbragðsaðilum og kjörnum fulltrúum.
Mál og menning - Forlagið gefur bókina út.