Ný biðskýli sett upp
Unnið hefur verið að því undanfarið að koma upp nýjum biðskýlum á mótum Reykjanesbrautar og Vogaafleggjara en ráðgert er að koma upp slíkum skýlum í Garði og Sandgerði. Eru þau liður í nýju leiðakerfi almenningssamgangna á Suðurnesjum.
Biðskýlin verða upplýst og með skynjara sem kveikja mun ljós á þakinu til að gefa bílstjórum til kynna hvort einhver bíði í skýlinu Sett verða upp leiðarkort í skýlin og öryggismyndavélar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga fagnar því að með nýju leiðakerfi almenningssamgangna á Suðurnesjum batna verulega almenningssamgöngur milli Voga og höfuðborgarsvæðisins annars vegar og Voga Reykjanesbæjar og Bláa lónsins hins vegar. Áfram verður hægt að panta ferðir niður í Voga og auk þess bætast við fjöldi ferða sem hægt verður að taka við mislægu gatnamótin og koma þá ný og glæsileg biðskýli að góðum notum, segir í fundargerð nefndarinnar.
---
VFmynd/elg - Unnið við lokafrágang á öðru biðskýlinu í Vogum.