Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný bæjarstjórn tekin við í Sandgerði
Föstudagur 18. júní 2010 kl. 08:22

Ný bæjarstjórn tekin við í Sandgerði

Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýs kjörtímabils í Sandgerði fór fram í Vörðunni, Stjórnsýsluhúsi Sandgerðisbæjar í fyrradag.  Þá tók meirihluti S-listans við stjórnartaumunum.  Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar, K-listans og óháðra borgara, er nýr forseti bæjarstjórnar og Sigursveinn Bjarni Jónsson verður formaður bæjarráðs.

Á fundinum var gengið frá skipan í nefndir og ráð bæjarins og samþykkt tillaga um að staða bæjarstjóra verði auglýst laus til umsóknar.  Þá var ósk fráfarandi bæjarstjóra, Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, um lausn frá skyldum sem bæjarfulltrúi samþykkt þar sem hann mun flytja lögheimili sitt frá bæjarfélaginu.  Hólmfríður Skarphéðinsdóttir tekur sæti hans í bæjarstjórninni.


Ný bæjarstjórn Sandgerðisbæjar er því þannig skipuð:

Ólafur Þór Ólafsson (S)
Sigursveinn Bjarni Jónsson (S)
Guðrún Arthúrsdóttir (S)
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir (S)
Guðmundur Skúlason (B)
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (D)
Magnús Magnússon (H)


Nýtt bæjarráð er þannig skipað:

Sigursveinn Bjarni Jónsson (S), formaður
Ólafur Þór Ólafsson (S)
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (D)
Þá verður Magnús Magnússon (H) áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt.



Mynd/www.245.is

Efri röð frá vinstri:
Sigursveinn Bjarni Jónsson (S), Guðmundur Skúlason (B), Magnús Magnússon (H), Ólafur Þór Ólafsson (S)
Neðri röð frá vinstri:
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir (S), Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (D), Guðrún Arthúrsdóttir (S)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024