Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Ný bæjarstjórn kom saman í gær
Miðvikudagur 23. júní 2010 kl. 08:47

Ný bæjarstjórn kom saman í gær



Fyrsti fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þessu kjörtímabili var haldinn í gær í Bíósal Duushúsa. Talsverð endurnýjun varð á framboðslistum í kosningunum í maí. Alls tóku átta nýjir bæjarfulltrúar sæti í bæjarstjórn, þar af fimm hjá D-lista Sjálfstæðisflokks. Böðvar Jónsson mun vera sá sem lengst hefur átt sæti í bæjastjórninni og stýrði hann fundinum í gær fram að því að Gunnar Þórarinsson, annar maður á D-lista, tók við sem nýkjörinn forseti bæjarstjórnar.

Kosið var í nefndir og ráð á vegum bæjarfélagins á þessum fyrsta fundi í gær. Fimm aðalmenn í bæjarráði verða Böðvar Jónsson (D), Gunnar Þórarinsson (D), Magnea Guðmundsdóttir (D), Friðjón Einarsson(S) og Kristinn Jakobsson (B).

Einar Magnússon verður formaður atvinnu- og hafnaráðs, Ingigerður Sæmundsdóttir formaður fjölskyldu- og félagsmálaráðs og formaður fræðsluráðs verður Baldur Guðmundsson. Gunnar Þórarinsson verður formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Björk Þorsteinsdóttir formaður menningarráðs, svo það helsta sé nefnt.

Nánari útlistun á skipan ráða og nefnda er hægt að nálgast hér.

Vegna sumarfría kemur bæjarstjórn ekki aftur saman fyrr en eftir miðjan ágúst.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25