Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný bæjarstjórn kom saman í gær
Miðvikudagur 23. júní 2010 kl. 08:47

Ný bæjarstjórn kom saman í gær



Fyrsti fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þessu kjörtímabili var haldinn í gær í Bíósal Duushúsa. Talsverð endurnýjun varð á framboðslistum í kosningunum í maí. Alls tóku átta nýjir bæjarfulltrúar sæti í bæjarstjórn, þar af fimm hjá D-lista Sjálfstæðisflokks. Böðvar Jónsson mun vera sá sem lengst hefur átt sæti í bæjastjórninni og stýrði hann fundinum í gær fram að því að Gunnar Þórarinsson, annar maður á D-lista, tók við sem nýkjörinn forseti bæjarstjórnar.

Kosið var í nefndir og ráð á vegum bæjarfélagins á þessum fyrsta fundi í gær. Fimm aðalmenn í bæjarráði verða Böðvar Jónsson (D), Gunnar Þórarinsson (D), Magnea Guðmundsdóttir (D), Friðjón Einarsson(S) og Kristinn Jakobsson (B).

Einar Magnússon verður formaður atvinnu- og hafnaráðs, Ingigerður Sæmundsdóttir formaður fjölskyldu- og félagsmálaráðs og formaður fræðsluráðs verður Baldur Guðmundsson. Gunnar Þórarinsson verður formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Björk Þorsteinsdóttir formaður menningarráðs, svo það helsta sé nefnt.

Nánari útlistun á skipan ráða og nefnda er hægt að nálgast hér.

Vegna sumarfría kemur bæjarstjórn ekki aftur saman fyrr en eftir miðjan ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024