Ný bæjarhlið formlega opnuð
Ný bæjarhlið Reykjanesbæjar voru formlega opnuð nú áðan. Hliðin eru annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Þjóðbraut. Þar er ferðamönnum vísað á miðbæ bæjarfélagsins með merkingunum „Center Keflavík“ og „Center Njarðvík“.
Samskonar bæjarhlið verður sett upp við Hafnaveg sem vísar á Hafnir og Reykjanes.
Það var Magnea Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, sem ávarpaði fólk og opnaði hliðin formlega.
Nú kl. 16:00 verður Parísartrog við Þjóðbraut opnað formlega við Reykjaneshöllina.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson