Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar opnuð á Ásbrú
Kjartan Már bæjarstjóri kastar fyrstu pílunum til marks um vígslu á nýju aðstöðunni.
Fimmtudagur 28. desember 2017 kl. 05:00

Ný aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar opnuð á Ásbrú

Ný aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar var formlega opnuð í gær að Keilisbraut 755 á Ásbrú. Félagsmenn hafa sjálfir unnið baki brotnu í sjálfboðaliðastarfi við að gera aðstöðuna að veruleika, en aðeins fyrir nokkrum mánuðum síðan kviknaði sú hugmynd að nota þetta tiltekna rými undir starfsemi félagsins.


Halldór Gísli Gunnarsson og Kjartan Már Kjartansson buðu gesti velkomna í nýju aðstöðuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pílufélag Reykjanesbæjar var stofnað þann 22. febrúar árið 1999 og hýsir mörg mót á vegum Pílusambands Íslands og meðal annars Íslandsmót U18 sem hófst strax eftir opnunina sjálfa.

Pílufélagið mun á næstunni bjóða upp á valáfanga í grunnskólum til að efla barna- og unglingastarf félagsins en það verður í umsjón Péturs Rúðriks Guðmundssonar.


Drengirnir hita upp fyrir Íslandsmót U18. Coach Pétur fylgist grannt með framgangi mála.

Við opnunina var skrifað undir samkomulag Reykjanesbæjar við Pílufélagið, en það gerðu bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, Lovísa Hafsteinsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, og Halldór Gísli Gunnarsson fyrir hönd Pílufélags Reykjanesbæjar. Að undirritun lokinni köstuðu Kjartan Már og Lovísa fyrstu pílunum til marks um vígslu á nýju aðstöðinni.

Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir við opnunina.


Lovísa Hafsteinsdóttir kastar fyrstu pílunum.