Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný aðstaða fyrir aldraða opnar í Grindavík
Miðvikudagur 14. september 2011 kl. 15:29

Ný aðstaða fyrir aldraða opnar í Grindavík

Ný og glæsileg félagsaðstaða, sem fengið hefur nafnið Miðgarður, var opnuð með formlegum hætti 8. september sl. í Víðihlíð í Grindavík. Með þessari nýju félagsaðstöðu verður bylting í félagsstarfi eldri borgara í bæjarfélaginu. Gerðar voru breytingar á húsnæðinu á neðri hæðinni, rými var opnað og byggð sólstofa og búið að skapa skemmtilegan samkomusal.

Miðgarði bárust margar góðar gjafir í tilefni dagsins. Sjómanna- og vélstjórafélag Grinda-víkur gaf húsgögn í sólstofu og leðurstóla í sal. Sónar gaf 24 tommu tölvuskjá, Sjávarblik færði góða gjöf, Félag eldri borgara á Suðurnesjum gaf 100.000 kr. til þess að kaupa billjardborð og Lionsklúbbur Grindavíkur gaf einnig 100.000 kr. Þá færði Róbert Ragnarsson bæjarstjóri kveðju bæjarstjórnar en nánar má lesa um málið á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Mynd/Grindavik.is: Stefanía Sigríður Jónsdóttir er forstöðumaður Miðgarðs, hún er hér fyrir miðju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024