RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Ný aðkomuleið komufarþega opnuð á fullveldisdaginn
Þriðjudagur 21. nóvember 2006 kl. 09:06

Ný aðkomuleið komufarþega opnuð á fullveldisdaginn

Ný leið komufarþega að 1. hæð flugstöðvarinnar verður opnuð á fullveldisdaginn, 1. desember. Í framhaldinu verður byrjað að brjóta niður og fjarlægja stigann sem farþegar ganga nú um á leið úr flugvélum niður í komuverslunina. Múrbrot og niðurrif verður því stundað áfram næstu vikur á þeim svæðum hússins sem verið er að breyta. Þessum þáttum verksins fylgir vissulega hávaði, ryk og titringur en reynt er eftir mætti að brjóta veggi og annað slíkt á nóttunni, þegar minnst er um að vera í flugstöðinni.  Á myndinni hér til hægri má sjá afrakstur múrbrotsins utan dyra.

 

 

Staða nokkurra verkþátta er annars sem hér segir:
Steypuvinnu vegna suðurstækkunar er að mestu lokið og verið er að ganga frá stiga, lyftu og rúllustiga milli hæða í nýbyggingunni.

Búið er að glerja þakglugga og unnið að því að mála stálvirki og kanta. Þegar því verki lýkur verður bráðabirgðalandgangurinn rifinn og fjarlægður.

Afstaðinn er bráðabirgðaflutningur þjónustu og viðskipta á 2. hæð til að rýma fyrir framkvæmdum á austursvæði hæðarinnar. Hér er átt við veitingaþjónustu ISG, Optical Studio, Landsbanka Íslands, Leonard og brottfararverslun Fríhafnarinnar.

Lokið er við að leggja snjóbræðslukerfi og gangstéttarhellur á svokallaða norðurleið við flugstöðvarbygginguna, þ.e. á yfirbyggða göngustíginn út á bílastæði starfsmanna og langtímastæði farþega. Óhætt er að segja að starfsmenn hafi beðið með óþreyju eftir að sjá fyrir enda þessa verkþáttar!

Vefur flugstöðvarinnar greinir frá þessu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025