Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. mars 2002 kl. 09:29

Ný aðkoma að Garðaseli samþykkt

Á fundi skipulags- og bygginganefndar í gær var samþykkt að aðkoma að leikskólanum Garðaseli verði frá Hólmgarði.
„Viðar Már Aðalsteinsson, f.h. Reykjanesbæjar, sækir um leyfi til að byggja við og breyta aðkomu að leikskólanum Garðaseli, skv. teikningum frá ARTIK teiknistofu dags. 05.01.2002. Grenndarkynning hefur farið fram. Frestur til að gera athugasemdir rann út þann 7. mars s.l. Meirihluti íbúa við Heiðargarð og Miðgarð sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða stækkun og breytingu á húsnæðinu en því mótmælt kröftuglega að aðalaðkoma verði færð vestan við Garðasel. Umsókn um byggingaleyfi samþykkt. Aðkoma að leikskólanum verði frá Hólmgarði skv. teikningum frá ARTIK teiknistofu". Úr fundargerð á slóðinni www.reykjanesbaer.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024