Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný áætlun strætó
Fimmtudagur 27. desember 2012 kl. 10:04

Ný áætlun strætó

Nýtt strætisvagnakerfi tekur gildi í Reykjanesbæ 4. janúar n.k. kerfið byggir á fjórum vagnaleiðu, 30 mínútna biðtíma við hverja stöð. Leið vagnanna hefur öll sömu miðju sem er við Krossmóa. Ekið verður lengur á daginn og um helgar. Áfram verður ókeypis í strætó í Reykjanesbæ.

Nýju upplýsingkerfi um staðsetningu vagnanna hefur verið komið upp sem tengt er við farsíma og tölvur, auk þess sem menn geta hringt í síma 420600.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með nýja upplýsingakerfinu geta notendur farið í símann sinn eða tölvu og séð hvar hver stærtisvagn er á rauntíma. Þetta styttir biðtímann á stoppistöð, hægt að ljúka við verkefnn heima áður en rölt er út á stoppistöð og vagninn tekinn. Það skiptir ekki máli hvort síminn er af gerðinni iPhone eða með Android-stýrikerfi. Allir geta sótt sér Strætó-appið.
Aukin þjónusta við íbúa Hafna

Það er komið App

Meðal nýjunga í kerfinu er sérstök þjónusta við íbúa í Höfnum. Í stað hefðbundins strætó, sem þó kemur alltaf á morgnana fyrir skólabörnin og síðdegis eftir skóla, er boðið að íbúar geti kallað eftir leigubíl, sem kemur þá á sama tíma og aksturleiðakerfið segir til um og fer sömu leið. Íbúar þar þurfa að láta vita um ósk sína með 1 klst. fyrirvara og þá kemur bíllinn í Hafnir. Samið hefur verið við leigubílastöðina Aðalstöðin í Reykjanesbæ um þessa þjónustu.
Vel undirbúnar breytingar

Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að undirbúningur að þessu kerfi hafa staðið yfir allt síðasta ár, Umhverfis- og skipulagssvið hefur haft veg og vanda að undirbúningi með Guðlaug Sigurjónsson í forsvari.

„Við teljum afar mikivlægt að gera kerfið aðgengilegt öllum íbúum og gestum – og vagnaleiðirnar miða nú að því að fólk geti farið tiltölulega fljótt á milli hverfa og þjónustukjarna í bæjarfélaginu. Þetta mun að mínu mati stórbæta búsetuskilyrði í öllum hverfum bæjarins og skapa betri þjónstu við þá fram á kvöld. Ég legg áherslu á að það verður áfram ókeypis í strætó, þannig að ég hvet alla til að nýta sér þennan góða ferðakost“.

Að sögn Guðlaugs Sigurjónssonar hefur víða verið leitað fanga, góð aðstoð frá undirbúningshópi vegna útboðs Flugrútu og vagnaleiðar milli Reykjavíkur og Suðurnesja, þar sem Ásmundur Friðriksson hefur stjórnað undirbúningsvinnu. Þá hefur tekist einstaklega gott samstarf við Stætó BS í Reykjavík, segir Guðlaugur. Þaðan kemur upplýsingakerfið og samstarf um það, sem veitir upplýsignar um rauntíma og staðsetningu vagnanna og ýmis ráðgjafavinna.

Guðlaugur segir að áætlaður kostnaður við kerfið sé um 70 milljónir kr. á ári. Það teljist einstaklega hagstæðir samningar miðað við það umfangsmikla kerfi sem nú er tekið upp.