Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 5. febrúar 1999 kl. 21:15

NÝ ÁÆTLUN SBK HENGD UPP Á ÖLLUM STOPPISTÖÐVUM

Sérleyfisakstri S.B.K var breytt 1. febrúar 1999 og skilti með nýju áætluninni ásamt korti af leiðunum hafa verið sett upp á öllum stoppistöðvum S.B.K. hf. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á áætlunarleiðum: Keflavík - Reykjavík - Keflavík Ekið verður sömu leið í öllum ferðum: Hefðbundin leið í gegnum Keflavík-Njarðvík- Hafnarfjörð-Garðabæ-Kópavog og Reykjavík. Í Reykjavík verður ekið Kringlumýrarbraut-Laugaveg-Hverfisgötu-Lækjargötu- að Háskólanum og á B.S.Í. Sama áætlun gildir alla daga ársins utan þess að fyrstu ferðir (kl. 06:45) falla niður um helgar. Ekið er frá Keflavík kl. 15:30 í stað kl. 15:45. Hætt hefur verið að aka Vatnsleysuströnd frá Kúagerði til Voga og ekið þangað eftir Reykjanesbraut. Keflavík - Garður - Keflavík S.B.K hf. er hætt öllum akstri til og frá Gerðahrepp.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024