Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Númerslausum bílum hrúgað á lóð nágrannana
Þriðjudagur 4. júní 2002 kl. 09:39

Númerslausum bílum hrúgað á lóð nágrannana

Íbúar í fjölbýlishúsi við Heiðarholt í Keflavík hafa þurft að búa við númerslaus bílflök nágranna frá því um helgi. Bílflökunum hefur verið ýtt af bílastæði við Heiðarholt 38 upp á lóð íbúanna að Heiðarholti 32. Lögreglu hefur verið tilkynnt um málið og þá hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja látið málið til sín taka.Númerslausu bílunum var komið fyrir á lóð íbúnnanna að Heiðarholti 32 á sunnudag. Ekki er íbúum Heiðarholts 32 að fullu ljóst hver á bílflökin, sem hafa staðið á bifreiðastæði við Heiðarholt 38 í einhvern tíma. Málið var tilkynnt lögreglu, sem vísaði á Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Þar á bæ tóku menn erindi íbúa Heiðarholts 32 vel, enda með öllu óleyfilegt að hafa bílana þar sem þeir eru. Því setti Heilbrigðiseftirlitið miða á bílflökin þar sem eiganda ver gert að fjarlægja þau. Það eina sem gerðist eftir það var að umráðamaður bílanna plokkaði miða heilbirgðiseftirlitsins af bílunum sem standa enn í sömu sporum á lóð nágrannana. Áhaldahúsi bæjarins hefur einnig verið gert viðvart og óskað eftir kantsteini til að koma í veg fyrir að farið sé með bíla inn á grasið. Verði bílflökin ekki farin af lóðinni fyrir kvöldið verður kallaður til dráttarbíll sem verður látinn fjarlægja bílflökin, samkvæmt fundi í stjórn húsfélagsins í gærkvöldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024