Föstudagur 15. ágúst 2003 kl. 22:55
				  
				Númerslaus en vopnaður skammbyssu
				
				
				Síðdegis sl. miðvikudag stöðvuðu lögreglumenn bifreið í akstri en á hana vantaði fremra skráningarnúmer. Í viðræðum við ökumann sáu lögreglumenn hvar skammbyssa lá á gólfinu fyrir framan ökumann. Reyndist það vera loftskammbyssa.Byssan var haldlögð af lögreglunni í Keflavík.