Númer tekin af sjö bifreiðum
Skráningarnúmer voru fjarlægð af sjö bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Fimm bifreiðanna voru ótryggðar og hinar tvær höfðu ekki verið færðar til skoðunar innan tilskilins tímaramma.
Lögregla beinir þeim tilmælum til bifreiðaeigenda að hafa þessa hluti, svo og annað er varðar ökutæki þeirra, í lagi.