Númer klippt af fimm bílum
Lögreglan á Suðurnesjum klippti um helgina númer af fimm bifreiðum. Fjórar voru ótryggðar og sú fimmta hafði ekki verið færð til aðalskoðunar á tilsettum tíma. Þá var sjö bifreiðum lagt ólöglega og þurfa eigendur þeirra að greiða sekt fyrir tiltækið. Loks ók einn ökumaður án öryggisbeltis og var ekki með ökuskírteini og annar virti ekki bann við framúrakstri. Hann var einnig án ökuskírteinis.