Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nú segjum við stopp: Borgarafundir í dag
Fimmtudagur 14. september 2006 kl. 10:12

Nú segjum við stopp: Borgarafundir í dag

Í dag klukkan 17:15 er efnt til borgarafundar í Stapa undir yfirskriftinni “Nú segjum við stopp”. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa í umferðinni upp á síðkastið og kostað hafa 19 mannslíf það sem af er þessu ári.
Er sjónum aðallega beint að áhættuhegðun í umferðinni en segja má hálfgerð óöld hafi ríkt á vegum landsins undanfarið vegna ökuníðinga sem setja sjálfa sig og aðra vegfarendur í stórfellda hættu með háttarlagi sínu.

Sjö borgarfundir verða haldnir á sama tíma á mismunandi stöðum á landinu. Á fundunum segja fórnarlömb umferðarslysa og aðstandendur þeirra frá reynslu sinni, farið verður yfir aðgerðaráætlun stjórnvalda í umfeðarmálum og undirskritfasöfnuninni “Nú segum við stopp” verður ýtt úr vör.

Skorað er á alla Íslendinga að segja stopp. Fólki er bent á að hægt er að fara inn á www.stopp.is og skrifa undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024