Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nú fer allt á fulla ferð
Fimmtudagur 28. janúar 2010 kl. 15:47

Nú fer allt á fulla ferð

-segir Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjöræmis um ákvörðun umhverfisráðherra.

„Ákvörðun umhverfisráðherra um að Suðvesturlína fer ekki í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum markar þáttaskil við uppbygging atvinnutækifæra á Suðurnesjum. Nú fer allt á fulla ferð. Bæði við lagningu línunnar sem er mikil framkvæmd en þó sérstaklega í Helguvík. Sameiginlega skapa álverið í Helguvík, virkjanir því tengdu og gagnverið á Ásbrú á fjórða þúsund störf á uppbyggingartíma. Nú eru allar forsendur fyrir því að fara á fulla ferð með þessar stóru framkvæmdir og þær miklu erlendu fjárfestingar sem því fylgja,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis um ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Þá skiptir miklu að með ákvörðun ráðherra er óvissunni um framvinduna eytt. Hún gróf undan tiltrú á verkefnin og hægði á öllu ferlinu. Nú er ekki eftir neinu að bíða. Fjárfestingasamningurinn vegna álversins varð að lögum í fyrra vor og nú er Alþingi að ljúka vinnu við fjárfestingasamning vegna gagnaversins. Hann var undirritaður í iðnaðaráðuneytinu fyrir nokkrum mánuðum og nú er iðnaðarnefnd að ljúka við umfjöllun um hann. Gangi þetta einsog efni standa til eftir þessa skynsamlegu ákvörðun ráðherra þá gengur batinn í atvinnumálum hratt fram á næstu mánuðum.


Við gagnrýndum mörg ákvörðun ráðherra í haust af hörku enda lítil þolinmæði til tafa í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Nú er þessi óvissa frá. Því fanga ég ákaflega og anda léttar enda framvinda bæði álvers og gagnavers undir auk raforkuöryggis á Suðurnesjum í heild sinni,“ segir Björgvin G. Sigurðsson.