Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Nú er nóg komið“
Miðvikudagur 14. október 2009 kl. 11:31

„Nú er nóg komið“


,,Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvers vegna formaður bæjarráðs Grindavíkur ákvað að gera Járngerði að kynningarriti fyrir sjálfa sig. Þar reynir hún að mikla sjálfa sig með þvi að lítillækka pólitíska andstæðinga sína og það á kostnað bæjarins“

Þannig hljóðar upphaf yfirlýsingar sem stjórn Sjálfstæðisfélags Grindavíkur hefur sent frá sér vegna útgáfu blaðsins Járngerðar sem bæjarfélagið gefur út.  Stjórn félagsins gagnrýnir harðlega skrif oddvita Framsóknarflokksins í blaðinu.

„Þetta blað hefur hingað til verið algjörlega óháð og engar pólitískar greinar né önnur skrif bæjafulltrúa hafa verið í því þar til nú. Nú er nóg komið. Við viljum alls ekki að bæjarsjóður beri kostnað af pólitískum skrifum bæjarfulltrúa hvorki á heimasíðu bæjarins né í Járngerði. Við viljum benda oddvita Framsóknarflokksins á að halda úti heimasíðu sjálf ef hún hefur svona mikla þörf á því að kynna sjálfa sig,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins, sem birt er á heimasíðu bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024