Nú er gott að skrá sig fyrir rafrænni útgáfu Víkurfrétta
Víkurfréttir hvetja lesendur til að skrá sig fyrir rafrænni útgáfu blaðsins og fá blaðið sent vikulega í tölvupósti.
Hægt er að skrá sig fyrir rafrænni áskrift með því að smella hér.
Víkurfréttir gera ráð fyrir því að vegna aðstæðna í þjóðfélaginu þá geti komið til þess að blaðið verði ekki prentað og því aðeins aðgengilegt í rafrænni útgáfu.
Mikill vöxtur hefur orðið í aðsókn að rafrænni útgáfu blaðsins á síðustu vikum en vikulega sækja þúsundir lesenda blaðið á rafrænu formi. Það auðveldar hins vegar mjög að fá blaðið sent í tölvupósti um leið og það er gefið út.