Nóttin róleg hjá lögreglu
Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur á Reykjanesbraut í gærkvöld en sá sem hraðast ók var á 114 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Samkvæmt dagbók lögreglunnar í Keflavík hefur verið töluvert annríki síðustu viku og mörg smámál sem komið hafa upp í umdæmi lögreglunnar.