Nóttin róleg hjá lögreglu
Nóttin var mjög róleg hjá lögreglunni í Keflavík. Tveir ökumenn voru stöðvaðir þar sem þeir voru grunaðir um ölvun við akstur. Að sögn varðstjóra lögreglunnar var lítið annað fréttnæmt af vaktinni.Hugsanlega hefur veðrið átt sinn þátt í rólegheitum lögreglunnar, því bæði var mjög hvasst og einnig rigndi mjög hressilega á Suðurnesjamenn í gærkvöldi og nótt.








