Sunnudagur 13. apríl 2003 kl. 11:53
Nóttin róleg hjá lögreglu
Nóttin var mjög róleg hjá Lögreglunni í Keflavík að sögn varðstjóra. Þó var nóg um að vera á Suðurnesjum, s.s. uppskeruhátíð körfuboltamanna í Stapanum, fermingarafmæli um öll Suðurnes og töluverður fjöldi að skemmta sér á skemmtistöðum víða um Suðurnes.