Sunnudagur 5. október 2003 kl. 12:51
Nóttin róleg
Nóttin var róleg hjá Lögreglunni í Keflavík og lítið var að gera í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra var mjög lítið að gera eftir miðnætti og fá útköll. Í nótt var töluverður vindur á Suðurnesjum og sjást víða bólstrar af laufblöðum sem hafa farið af trjám í vindinum í nótt.